Deiling á gögnum í hópum

Það má deila gögnum með hópnum á nokkra vegu. Hér munum við sýna tvær aðferðir.

  1. Deila söfnum, möppum og/eða skjölum í gegnum hópinn sjálfann
  2. Deila söfnum, möppum og/eða skjölum með hópnum

1. Deila söfnum, möppum og/eða skjölum í gegnum hópinn sjálfann

1) Farið inn í hópinn og smellið á "Söfn". Til að geta byrjað að deila gögnum með hópnum þarf að vera til safn. Smellið á "Nýtt safn":
Deila safni með hópnum

2) Veljið gott nafn á safnið. Veljið svo hvort hópurinn (almennir félagar) eigi að hafa "Lesa-Skrifa" aðgang eða "Aðeins lesa" aðgang. Einnig getið þið valið að hafa safnið dulkóðað. Þá veljið þið lykilorð. ATH að ef lykilorðið tapast/gleymist þá er ekki hægt að opna skjölin þar undir. UTS getur ekki fundið lykilorðið og getur ekki af-dulkóðað gögnin. Notið því ekki dulkóðun nema í þeim tilvikum sem þess þarf sérstaklega. Smellið svo á "Samþykkja":
Nýtt safn sett upp

3) Þegar þið hafið búið til safnið (þið getið svo búið til eins mörg söfn og þið viljið fyrir þennan hóp) þá smellið þið á nafnið á safninu. Þar inni er hægt að gera eftirfarandi:

  1. Hlaða upp: Smellið hér til að hlaða upp skrá eða möppu. Skráin/mappan er þá orðin hluti af þessu safni.
  2. Ný mappa: Smellið hér til að búa til nýja möppu fyrir þetta safn. Smellið svo á nafn möppunnar til að opna möppuna. Þar er hægt að framkvæma sömu aðgerðir og hér eru sýndar nema liðir 5 og 7.
  3. Ný skrá: Hægt er að útbúa einfalda textaskrá (markdown með endinguna .md). Smellið þá á "markdown", setjið inn skráarnafn og smellið á "Samþykkja". Mjög einfalt er að breyta þessum textaskrám í vafranum sjálfum.
  4. Deila: Þessi aðgerð er í raun sú sama og má finna í leiðbeiningunum: Deila gögnum með öðrum. Þannig er hægt að deila þessu safni/möppu með öðrum þó þeir séu ekki hluti af hópnum og jafnvel með öðrum hópum.
  5. Stillingar: Hér er hægt að breyta nafni á safninu og ákveða hvernig saga safnsins er skráð. Það er hversu langt aftur þið viljið að Seafile geymi afrit af gögnum sem hafa verið uppfærð. Einnig hægt að skipta um eiganda af safninu ofl.
  6. Ruslafata: Öllu því sem er eytt er sett í ruslafötuna. Þar er því hægt að nálgast gögnin aftur ef þið þurfið að ná í eitthvað sem þið hafið óvart eytt. Hægt er að tæma ruslafötuna með því að smella á "Hreinsa".
  7. Saga: Hér er hægt að sjá þær breytingar sem hafa verið gerðar á safninu í tímaröð. Þar er því hægt að nálgast eldri útgáfur af skjölum.

Aðgerðir í söfnum
 

2. Deila söfnum, möppum og/eða skjölum með hópnum

4) Þið getið deilt hvaða safni, möppu og/eða skjali sem er sem þið hafið í ykkar Geymslu. Góðar leibeiningar um það er að finna neðst hér: Deila gögnum með öðrum.