Deila gögnum með öðrum

Mjög einfallt er að deila Söfnum, möppum og skjölum með öðrum notendum. Hér að neðan er sýnt hvernig þið deilið Söfnum, möppum og einstökum skjölum.

Við munum í leiðbeiningunum tala um söfn þó að þetta eigi einnig við um möppur.

1) Finnið það safn sem þið viljið deila. Hægt er að deila á tvennan hátt:

a) Farið með bendilinn yfir nafn þess sem á að deila og smellið á litla deili-íkonið:
Smellið á deila íkonið

b) Farið inn í safnið og smellið á takkann "Deila":
Smellið á deila takkann

2) Nú koma upp nokkrir möguleikar um hvernig þið getið deilt safninu:

a) Niðurhalstengill (Þetta er eini möguleikinn sem kemur upp þegar þið deilið einstöku skjali.):  Notið þennan möguleika ef þið viljið láta Seafile útbúa tengil á safnið svo aðrir geti opnað það. Þetta er einungis sýniaðgangur og geta þeir sem hafa tengilinn ekki breytt eða sett inn efni. Hér er hins vegar hægt að deila með öllum, einnig með þeim sem ekki hafa HÍ aðgang. ATH að hver sá sem hefur þennan tengil getur áframsent hann hvert sem er og þannig gefið öðrum aðgang að efninu. Efnið er því í raun opið á netinu.
i) Hakið við lykilorðavörn: Notið þennan möguleika til að loka efninu og einungis þeir sem hafa lykilorðið geta skoðað efnið.
ii) Setja sjálfvirkan gildistíma: Hér getið þið sett ákveðinn dagafjölda á deilinguna. Ef þið veljið t.d. 3 daga þá er efnið opið þeim sem vita tengilinn í 3 daga. Eftir það lokast aðgangurinn og efnið er ekki lengur aðgengilegt.
Niðurhalstengill

b) Upphleðslutengill: Hér getið þið búið til einskonar póstlúgu. Það þýðir að þið deilið safninu þannig að allir sem hafa tengilinn (sem gefinn verður upp) geta sett inn efnið í safnið. Þeir hins vegar geta ekki séð hvað er í safninu nema það sem þeir sjálfir setja inn. Þeir geta þó ekki eytt því út né opnað það sem þeir settu inn heldur bara séð heitið.
i) Hakið við lykilorðavörn: Notið þennan möguleika til að loka efninu og einungis þeir sem hafa lykilorðið geta skoðað efnið.
Upphleðslutengill

c) Deila með notanda: Hér getið þið deilt safninu með öðrum notendum HÍ. Skrifið inn netfang viðkomandi og veljið svo hvort þið viljið gefa viðkomandi bæði "Lesa-Skrifa" aðgang eða "Aðeins lesa" aðgang. Smellið svo á "Samþykkja". Þið getið síðan bætt við eins mörgum notendum og þið viljið. Þeir notendur sem hafa aðgang eru svo sýndir fyrir neðan. Þeir sem hafa aðgang að þessu safni munu svo sjá það undir "Deila" flipanum hjá sér. Sjá: Deilt með þér.
Deila með notanda

d) Deila með hópi: Hér gildir það sama og að ofan nema hér getið þið deilt safni með heilum hóp í einu. Þeir hópar sem þið hafið aðgang að birtast um leið og smellt er á "Veldu hópa". Þið þurfið að vera í hópnum til að geta deilt með honum. Þeir sem eru í hóppnum sjá þá þetta safn undir hóppnum.
Deila með hópi