Matlab leiðbeiningar

Háskóli Íslands hefur keypt leyfi fyrir alla stúdenta og starfsmenn skólans til að nota Matlab. Sérstakar útgáfur af Matlab eru fyrir Microsoft Windows, Macintosh og Linux. Ath. að þeir sem eru með 32ja bita Linux geta notað útg. 2011a eða 2012b og fyrir eldri Makka má nota útgáfu 2010a.

1. Farðu inn á vef fyrirtækisins sem býr til Matlab og búðu til aðgangsreikning (create account). Þú þarft að nota háskóla tölvupóstfangið þitt til að hægt sé að tengja leyfið.
Stofna aðgang

 

2. Veldu svo upphafsstafina þína í horninu hægra megin og veldu Link License.

Get matlab, link licence

 

3. Sláðu inn leyfislyklinn og veldu Link License.

Link licence license number

 

4. Veldu Get MATLAB í horninu hægra megin og náðu svo í forritið með því að velja Download.

Get MatlabNiðurhal

 

5. Veldu svo stýrikerfið þitt, vistaðu skránna og keyrðu hana svo upp.

Stýrikerfi, niðurhal

 

6. Því næst koma nokkur skref þar sem er spurt um hvar þú vilt setja upp forritið á tölvunni, hvaða pakka þú vilt setja upp og fleira. Mæli með að lesa vel yfir hvert skref.
Toolbox: Kostur við að sleppa þeim er að upp­setningin er mun hraðvirkari og Matlabið er fljót­ara að fara í gang ef það er án toolboxa. Ef öll toolboxin eru með skilar leit í hjálparkerfi Matlabs líka bæði niðurstöðum fyrir Matlab sjálft og fyrir þau, og þær síðarnefndu geta byrgt sýn á hjálpina sem mann vantar.

Veldu install leið

 

7. Þegar búið er að setja upp forritið og virkja leyfið þá geturðu byrjað að vinna í MATLAB.

Matlab