Hér er sýnt hvernig tengjast má heimasvæði sínu með Windows 8.
Virkar einungis þegar notendur eru tengdir við Háskólanetið.
1) Smellið á Windows takkann á lyklaborðinu eða farið með bendilinn neðst
til vinstri og smellið til að komast í "Start" valmyndina.
2) Byrjið strax að skrifa "computer" og veljið Computer vinstra megin á listanum (nóg að smella á Enter sé það valið sjálfkrafa eða það eina sem kemur upp):
3) Smellið hér á "Map network drive". Ef þið sjáið það ekki þá smellið á litlu örina efst til hægri og á ættu valmöguleikarnir að sjást:
4) Hér fyllir þú út formið:
- Drive: Bókstafurinn skiptir í raun ekki máli og þar getur þú valið þann staf sem þér þykir henta best. Gott er þó að venja sig á að nota alltaf sama staf fyrir sömu svæði, eins og t.d. H fyrir heimasvæði.
- Folder: Í Folder skrifar þú: \\heima.rhi.hi.is\notandanafn (ATH að skrifa þitt notandanafn þar sem stendur notandanafn í slóðinni) Ef \\heima.rhi.hi.is\notandanafn er ekki að virka má prófa að nota \\130.208.165.111\notandanafn eða samba.rhi.hi.is\notandanafn
- Hakaðu við "Reconnect at sign-in" ef þetta er þín tölva og þú vilt að vélinn tengist svæðinu í hvert skipti sem þú skráir þig inn á vélina.
- Hakaðu við "Connect using different credentials" og smelltu á Finish.
5) Í glugganum sem kemur upp skaltu smella á "Use Another Account" ef það er í boði. Skrifaðu því næst í "User name": CS\notandanafn og í password lykilorðið þitt. Hér er um að ræða sama notandanafn og lykilorð og inn á Uglu. Hakaðu við "Remember my credentials" og smelltu síðan á "OK"
Nú ættir þú að sjá heimasvæðið þitt eins og hvert annað drif í Computer.