Bæta notendum í hóp

Það er einfalt að bæta við notendum í hópa. Hægt er að gera það með því að bæta þeim við eftir nafni og/eða netfangi en einnig er hægt að senda boðskort í hópinn á marga í einu. Sjá hér að neðan hvernig þetta er gert.

Bæta notendum í hóp

1) Farðu inn í hópinn á outlook.hi.is og smelltu á „X members“ uppi í hægra horninu:
Smelltu á "X members"

2) Smelltu á „Add members“:
Smelltu á "Add members"

3) Hér getur þú byrjað að skrifa í reitinn ýmist notandanafn eða nafn vikomandi og því meira sem er skrifað þá þrengist listinn sem birtist. Smelltu svo á viðkomandi til að bæta honum í röðina. Endurtaktu þetta þangað til þú ert búin(n) að setja alla þá sem þú vilt bæta í hópinn. Smelltu þá á „Save“ og þá er búið að bæta þeim í hópinn:
Bætið við notendum og smellið á "Save"

Senda mörgum boðskort í hópinn

Ef um marga notendur er að ræða að þá getur tekið tíma að fylla út formið hér að ofan. Þá getur verið betra að senda boðskort í hópinn. Þá er t.d. hægt að senda það boðskort á póstlista eða í tilkynningu. Svona er það gert.

1) Farðu inn í hópinn á outlook.hi.is og smelltu á tannhjólið uppi í hægra horninu :
Smelltu á tannhjólið uppi í hægra horninu

2) Smelltu á „Invite others“:
Smelltu á "Invite others"

3) Hér færðu tengil sem þú getur afritað og sent á notendur í gegnum annað forrit (eins og tilkynning í Uglu) eða þú getur smellt á Email og þannig sent póst beint á notanda eða póstlista og þannig boðið mörgum í hópinn í einu. Þeir sem fá póstinn eða smella á tengilinn sækja þannig um aðgang að hópnum:
Afritaðu tengilinn eða smelltu beint á "Email" til að senda hann

4) Eigendur hópsins þurfa svo að samþykkja beiðnirnar. Það gera þeir með því að opna póstinn sem berst til þeirra með beiðninni og smella þar á „Approve request“:
Smelltu á "Approve request"

5) Þá ert þú flutt(ur) hingað. Hér sérðu að búið er að bæta við viðkomandi. Smelltu svo á „Save“ til að samþykkja meðliminn í hópinn:
Smellið nú á "Save"