Aðgengi að hópum

Hér er sýnt hvernig þið gefið öðrum aðgengi að hóp sem þið hafið umsjón með. Neðst er sýnt hvernig þið eyðið út félögum.

Félögum bætt við hóp

1) Farið inn í þann hóp sem þið viljið bæta félögum við.

2) Smellið á "Stjórna" og því næst á flipann "Félagar". Smellið því næst á takkann "Bæta við félögum". ATH ef þið viljið bæta við fleiri umsjónarmönnum þá veljið þið flipann "Kerfisstjórar" og fylgið svo áfram leiðbeiningunum. Kerfisstjórar hafa í raun sama aðgang og eigandi hópsins. Getur bætt við félögum, eytt út félögum, breytt stillingum o.s.frv.
Bæta við félögum

3) Í glugganum sem kemur upp skrifið þið inn netfang þess sem þið viljið gefa aðgang. Smellið á viðkomandi til að setja hann á listann:
Leita að félögum

4) Þið getið svo leitað að fleirum og þannig bætt við listann sem þið ætlið að gefa aðgang. Þegar listinn er tilbúinn þá smellið þið á "Samþykkja":
Samþykkja aðgengi

5) Allir þeir sem þið bættuð við sjá nú hópinn hjá sér þegar þeir fara með bendilinn yfir "Hópar":
Listi yfir aðgengilega hópa
 

Félögum eytt úr hóp

6) Til að eyða félögum út úr hópnum farið þið inn í hópinn, smellið á "Stjórna" og í flipanum "Félagar" og/eða "Kerfisstjórar" farið þið með bendilinn yfir viðkomandi félaga og smellið á ruslatunnuna undir dálknum "Aðgerðir":
Eyða félaga út úr hópnum