Að bæta fréttum af hi-starf “newsgroups” inní Outlook, Outlook Express eða Thunderbird

Á hi-starf listanum er hægt að nálgast fréttir og umræður sem skráðir notendur senda á listann. Nokkrir starfsmenn Háskólans eru skráðir á listann og með því að skrá sig á listann fá þeir allan þann póst sem sendur er á hi-starf@hi.is áframsendan á sitt netfang, og geta jafnframt sent póst á listann frá sínu netfangi.

Önnur leið er að efni listans. Með því að bæta listanum inn sem fréttalista (newsgroup) er hægt að lesa alla nýja pósta, en ekki hægt að senda inn pósta. Þessi aðferð var mikið notuð hér áður fyrr og má með þessu móti einnig nálgast efni margra annarra lista.

Hér á eftir fara leiðbeiningar um hvernig þetta er gert í helstu póstforritunum:

 

Outlook express:

1. Veljið "Tools" og smellið á "Accounts". Smellið á flipann "News", efst í glugganum sem nú hefur opnast.

2. Veljið nú "Add" og svo "News". Fylltu inn nafn þitt undir "Display name", netfang þitt í reitinn hjá "e-mail address", og í næsta glugga þar sem beðið er um "News (NNTP) server", þar er slegið inn: news.hi.is.

3. Því næst er valið Finish og Close

4. Nú er boðið uppá að bæta við nýjum fréttalistum og þá skal velja "Yes" og skrifa "hi-starf" inn í reitinn undir "Display newsgroup which contain"

5. Nú á aðeins eftir að velja listann, smella á "Subscribe" og "OK":

Newsgroup Subscription

 

Microsoft Outlook:

1. Fyrst er valið "View" og svo "Toolbars" og loks "Customize".

2. Smellið á "Commands" flipann og veljið "GO" í listanum til vinstri og "News" í listanum til hægri. "News" er svo dregið upp á stiku efst í forriti:

Customize Toolbar

 

3. Nú hefur "News" hnappurinn bæst á stikuna og þá er hægt að setja upp fréttalistana og er það gert á þennan hátt:

4. Smellið á "News" og við það opnar Outlook sér forrit: "Microsoft Outlook Newsreader"

5. Ef upp kemur þessi athugasemd: "Outlook News is not currently your default news client." smellið þá á "Yes".

Outlook News is not currently your default news client.

 

6. Því næst skal smella á "Set up a Newsgroup Account".

7. Fylltu inn nafn þitt undir "Display name", netfang þitt í reitinn hjá "e-mail address", og í næsta glugga þar sem beðið er um "News (NNTP) server", þar er slegið inn: news.hi.is.

8. Því næst er valið "Finish" og "Close"

9. Nú er boðið uppá að bæta við nýjum fréttalistum og þá skal velja "Yes" og skrifa "hi-starf" inn í reitinn undir "Display newsgroup which contain"

10. Nú á aðeins eftir að velja listann, smella á "Subscribe" og "OK"

Newsgroup Subscription

 

Thunderbird:

1. Veljið "Tools" og þar undir "Account Settings"

2. Neðst til hægri smellið þið á "Account Actions" og veljið "Add Other Account".

3. Hakið við "Newsgroup account" og smellið á "Next".

4. Setjið inn nafn og netfang í viðeigandi reiti og smellið á "Next".

5. Nú er beðið um "Newsgroup Server" þar skrifið þið "news.hi.is" og smellið á "Next"

6. Nú er beðið um "Account Name" og þar setjið þið inn viðeigandi nafn, t.d. hi-starf og smellið á "Next".

7. Því næst er valið "Finish" og "OK".

8. Nú hefur listinn bæst við vinstra megin þar sem allar möppurnar eru. Smellið á listann sem þið bjugguð til og veljið í stóra glugganum "Manage newsgroup subscription":

Manage newsgroup subscription

 

9. Sláið "hi-starf" inn í "Show items that contain:"

10. Hakið svo við listann, hi.listar.hi-starf og veljið "Subscribe" og "OK":

Subscribe